Um vefinn

Vefurinn er lokaverkefni Diljár Magneu Oddsdóttur til B.Ed. gráðu í grunnskólakennslu með áherslu á samfélagsgreinar við Háskóla Íslands. Markmið vefsins er að svara kalli unglinga eftir bættri kynfræðslu í grunnskólum. Vefurinn einblínir á félagslegaþætti kynfræðslunnar.

Fyrir hvern er vefurinn?

Vefurinn er ætlaður þeim sem sinna kynfræðslukennslu á unglingastigi og veita þeim greiðan aðgang að kennsluefni um félagslegaþætti kynfræðslunnar.

Hvernig á að nota vefinn?

Á forsíðu vefsins má finna sex umfjöllunarefni sem hvert og eitt einblínir á ákveðinn þátt innan kynfræðslunnar. Undir hverju umfjöllunarefni má nálgast tillögur að kennsluaðferðum, fræðsluefni og verkefnum.