Samþykki

Öll eiga rétt á að ráða yfir eigin líkama og þar með talið hvað þau vilja eða vilja ekki gera kynferðislega. Samþykki er lykilatriði til að tryggja kynferðislega ánægju og gagnkvæma virðingu í kynferðislegum samböndum.

Hæfniviðmið

  • Nemandi á að geta útskýrt hvað felst í samþykki og að virða eigin mörk sem og annarra.
  • Nemandi á að þekkja skilgreiningu samþykkis og mikilvægi þess að veita og fá samþykki.
  • Nemandi á að geta veitt samþykki eða ekki í samræmi við eigin mörk varðandi kynferðislega hegðun.

Kennsluleiðbeiningar

Hér fyrir neðan má finna alls kyns fræðsluefni sem nýtist í fræðslu um eðli samþykkis og mikilvægi þess.

Tea consent er stutt myndband sem ber kynferðislegt samþykki saman við að bjóða einhverjum upp á tebolla og hentar vel sem kveikja. Villainesse hefur einnig gefið út skemmtilegt myndband um áhugasamt samþykki. Fræðslumyndbandið Fáðu já fjallar um mörkin á milli ofbeldis og kynlífs.

Í bæklingurinn Samþykki er sexý má nálgast gríðarlega nytsamlegar upplýsingar um samþykki. Meðal annars um mýtur um kynhlutverk og eðli samþykkis. Fumble greinin kemur sömuleiðis inn á það að samþykki sé ekki einungis veitt í upphafi heldur stanslaust á meðan kynlífi stendur. Báðir aðilar eiga nefnilega ávallt að veita áhugasamt samþykki fyrir öllu sem er gert og tryggja gagnkvæma ánægju.

Sjúk ást og Ástráður eru að venju með hnitmiðaðar og fróðleiksríkar greinar um samþykki, þvingað samþykki og samþykki í netheimum svo dæmi séu nefnd.

Fræðsluefni

Verkefni

Fræðslunni fylgir glærukynning með tillögu að kennslustund. Á glærunum má finna skýrar leiðbeiningar að verkefni sem byggir á aðferðum leiklistarinnar. Nemendur eiga í því að túlka samþykki í gegnum leik. Til að gefa nemendum hugmynd að útfærslu leikrits er sniðugt að sýna þeim brot úr stuttmyndinni Fáðu já! sem hefst á mínútu 8:30 og endar 9:50. Hér gætu nemendur þurft á stuðningi og hvatningu leiðbeinanda sem er þeim innan handa í hönnunarferlinu. Frekari lýsing á inntaki verkefnisins og framkvæmd má finna í glærupakkanum Samþykki.

verkefna mynd

Samþykki fært í leikbúning

Verkleg æfing sem notast við aðferðir leiklistarinnar og fær nemendur til að setja samþykki í nýtt samhengi.